Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 12:46 Joan Donoghue og aðrir dómarar við Alþjóðagerðardómstólinn í dómsal í dag. AP/Patrick Post Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. Ísraelar eiga einnig að leyfa sendingar neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar og refsa fólki sem hvetur til þjóðarmorðs á Palestínumönnum. Þá hefur þeim verið gert að vernda sönnungargögn. Einnig var kröfu Ísraela um að máli Suður-Afríku yrði vísað frá hafnað. Vonast er til þess að úrskurðurinn setji meiri þrýsting á Ísraela um að vinna að vopnahléi og sami þrýstingur nái til bandamanna Ísraels. Dómstólinn sagði Ísraelum þó ekki að láta af hernaði eða hörfa frá Gasaströndinni. Úrskurðar dómstólsins eru bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja þeim eftir og þvinga ríki til að fylgja úrskurðunum eftir. Ísraelar eiga sér þar að auki langa sögu í að fylgja ekki eftir úrskurðum sem þessum og að afneita rannsóknum Sameinuðu þjóðanna og annarra. Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra Ísrael, skrifaði færslu á X (áður Twitter) þar sem hann segir: „Haag Smaag“, lauslega þýtt. — (@itamarbengvir) January 26, 2024 Sami dómstóll komst að þeirri niðurstöðu á árum áður að tilkall yfirvalda í Kína til nánast alls Suður-Kínahafs væri ólöglegur en Kínverjar hafa ekki fylgt þeim úrskurði að nokkru leyti. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Suður-Afríka hefur sakað Ísraela um þjóðarmorð á Gasaströndinni og eru þau mál yfirstandandi. Lögmenn Suður-Afríku óskuðu þess svo að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð. Í úrskurðinum segir að dómarar hafi áhyggjur af því að haldi hernaður Ísraela áfram muni ástandið á Gasa versna til muna, áður en hægt verði að komast að niðurstöðu um hvort að þjóðarmorð sé að ræða eða ekki. Niðurstöðu um hvort að um þjóðarmorð sé að ræða er ekki, er ekki að vænta á næstunni. Málaferlin gætu staðið yfir um árabil. Minnst 26 þúsund liggja í valnum Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum hefur leitt til dauða að minnsta kosti 26 þúsund Palestínumanna á Gasaströndinni og þar á meðal eru fjölmargir óbreyttir borgarar. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem Hamas-samtökin stýra, segja tvo þriðju hinna látnu vera konur og börn. Nánast allir íbúar Gasa hafa þurft að flýja heimili sín og hafa ekki aðgang að flestum nauðsynjum. Ísraelar segja að minnst níu þúsund Hamas-liðar séu meðal hinna látnu. Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sjá einnig: Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Með því fyrsta sem kom fram er farið var yfirr úrskurð dómstólsins í dag var að kröfu Ísraela um að málinu yrði vísað frá hefði verið hafnað. Málið verði tekið fyrir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Tengdar fréttir Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ísraelar eiga einnig að leyfa sendingar neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar og refsa fólki sem hvetur til þjóðarmorðs á Palestínumönnum. Þá hefur þeim verið gert að vernda sönnungargögn. Einnig var kröfu Ísraela um að máli Suður-Afríku yrði vísað frá hafnað. Vonast er til þess að úrskurðurinn setji meiri þrýsting á Ísraela um að vinna að vopnahléi og sami þrýstingur nái til bandamanna Ísraels. Dómstólinn sagði Ísraelum þó ekki að láta af hernaði eða hörfa frá Gasaströndinni. Úrskurðar dómstólsins eru bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja þeim eftir og þvinga ríki til að fylgja úrskurðunum eftir. Ísraelar eiga sér þar að auki langa sögu í að fylgja ekki eftir úrskurðum sem þessum og að afneita rannsóknum Sameinuðu þjóðanna og annarra. Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra Ísrael, skrifaði færslu á X (áður Twitter) þar sem hann segir: „Haag Smaag“, lauslega þýtt. — (@itamarbengvir) January 26, 2024 Sami dómstóll komst að þeirri niðurstöðu á árum áður að tilkall yfirvalda í Kína til nánast alls Suður-Kínahafs væri ólöglegur en Kínverjar hafa ekki fylgt þeim úrskurði að nokkru leyti. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Suður-Afríka hefur sakað Ísraela um þjóðarmorð á Gasaströndinni og eru þau mál yfirstandandi. Lögmenn Suður-Afríku óskuðu þess svo að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð. Í úrskurðinum segir að dómarar hafi áhyggjur af því að haldi hernaður Ísraela áfram muni ástandið á Gasa versna til muna, áður en hægt verði að komast að niðurstöðu um hvort að þjóðarmorð sé að ræða eða ekki. Niðurstöðu um hvort að um þjóðarmorð sé að ræða er ekki, er ekki að vænta á næstunni. Málaferlin gætu staðið yfir um árabil. Minnst 26 þúsund liggja í valnum Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum hefur leitt til dauða að minnsta kosti 26 þúsund Palestínumanna á Gasaströndinni og þar á meðal eru fjölmargir óbreyttir borgarar. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem Hamas-samtökin stýra, segja tvo þriðju hinna látnu vera konur og börn. Nánast allir íbúar Gasa hafa þurft að flýja heimili sín og hafa ekki aðgang að flestum nauðsynjum. Ísraelar segja að minnst níu þúsund Hamas-liðar séu meðal hinna látnu. Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sjá einnig: Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Með því fyrsta sem kom fram er farið var yfirr úrskurð dómstólsins í dag var að kröfu Ísraela um að málinu yrði vísað frá hefði verið hafnað. Málið verði tekið fyrir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Tengdar fréttir Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19
Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14