Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 13:58 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira