Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 13:58 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira