Brot á alþjóðalögum að framfylgja ekki skipunum Alþjóðadómstólsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2024 18:37 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að nýfallinn bráðabrigðaúrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag hafi gríðarlega mikla þýðingu. Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem er menntuð í alþjóða- og Evrópulögum sem og mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti, segir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag vera ofboðslega mikilvæga fyrir íbúa á Gasa og hafa mikla þýðingu. „Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“ Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“
Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent