Segja að mark Prandi hafi aldrei átt að standa: „Algjör skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2024 09:02 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem kom Frökkum í framlengingu. Þó eru ekki allir sammála um að markið hafi átt að standa. Lars Baron/Getty Images Sænskir handboltaunnendur eru í sárum eftir að Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira