Enski boltinn

Pep um af­sögn Klopp: Mun sakna hans en sofa betur án hans

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pep Guardiola verður ekki eins þreyttur á hliðarlínunni gegn Liverpool eftir að Jurgen Klopp fer frá félaginu.
Pep Guardiola verður ekki eins þreyttur á hliðarlínunni gegn Liverpool eftir að Jurgen Klopp fer frá félaginu. James Gill - Danehouse/Getty Images

Það kom Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, mikið á óvart að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi ákveðið að segja störfum sínum lausum eftir þetta tímabil. 

Pep talaði við blaðamenn eftir 0-1 sigur Man. City gegn Tottenham í gærkvöldi. Hann sagði afsögnina óvænta en viðurkenndi að hann muni sakna síns helsta keppinautar. 

„Svolítið [óvænt]. Hann er ótrúlegur þjálfari, við erum nú ekki nánir en hann er frábær manneskja líka. Hann hefur verið mesti keppinautur Manchester City og minn mesti keppinautur síðan hann var hjá Dortmund. Við munum sakna hans.“

„Þetta er ánægjulegt fyrir mig því nú mun ég sofa betur, næturnar fyrir Liverpool leiki. En ég óska honum alls hins besta og þó hann viðurkenni það ekki sjálfur, þá mun hann snúa aftur. “

Pep sagðist að lokum sýna Klopp mikinn stuðning og skilning á afsögninni. Hann sagði alla þjálfara geta tengt við þreytuna sem Klopp finnur fyrir. 

„Allir þjálfarar [tengja við það]. Þegar þú ert svona mörg ár á sama stað, ég fann fyrir þessu í Barcelona, og skil hann vel.“


Tengdar fréttir

Klopp hættir með Liverpool í vor

Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag.

Fyrsti sigur City á Tottenham-vellinum

Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld.

Hver tekur við Liverpool af Klopp?

Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×