Aganefnd EHF sagði dómara ekki skylduga til að skoða atvik aftur Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 11:05 Svíar sátu eftir með sárt ennið í gærkvöldi. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Aganefnd evrópska handboltasambandsins, EHF, hefur úrskurðað dómgæslu í leik Svíþjóðar og Frakklands löglega og sagði fullkomnlega farið eftir reglum. Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með marki beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Prandi virtist lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið, sú hreyfing ætti að ógilda markið. Dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við þetta og skoðuðu málið ekki í myndavélum, markið fékk að standa og Svíar töpuðu eftir framlengingu. As expected the Swedish protest has been rejected.“The protest was submitted regarding the non-use of the Video Review (VR) to check the last free-throw for France in minute 60 of the match.After a careful evaluation of the situation, the panel has determined that it is at…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2024 Sænska handknattleikssambandið kærði málið til aganefndar, sem sagði dómara ekki skylduga til að endurspila atvik á myndböndum nema þeir séu óvissir um dóm. Þar sem dómararnir voru ekki óvissir, var engin ástæða til að líta í myndavélar. Það er algjörlega undir dómurum komið hvort þeir nýti sér myndbandstækni til aðstoðar. Niðurstaða leiksins stendur en Svíþjóð hefur til klukkan 19:00 í kvöld til að áfrýja dómnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með marki beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Prandi virtist lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið, sú hreyfing ætti að ógilda markið. Dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við þetta og skoðuðu málið ekki í myndavélum, markið fékk að standa og Svíar töpuðu eftir framlengingu. As expected the Swedish protest has been rejected.“The protest was submitted regarding the non-use of the Video Review (VR) to check the last free-throw for France in minute 60 of the match.After a careful evaluation of the situation, the panel has determined that it is at…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2024 Sænska handknattleikssambandið kærði málið til aganefndar, sem sagði dómara ekki skylduga til að endurspila atvik á myndböndum nema þeir séu óvissir um dóm. Þar sem dómararnir voru ekki óvissir, var engin ástæða til að líta í myndavélar. Það er algjörlega undir dómurum komið hvort þeir nýti sér myndbandstækni til aðstoðar. Niðurstaða leiksins stendur en Svíþjóð hefur til klukkan 19:00 í kvöld til að áfrýja dómnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43