Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 08:46 Fræg ljósmynd frá Varsjá tekin í maí 1943 þegar gyðingum var gert að yfirgefa gettóið í borginni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina. Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina.
Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira