Enski boltinn

Fjar­vera Rashford innan­húss­mál sem Ten Hag mun taka á

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Erik Ten Hag vildi ekki gefa út opinberlega hvað hefði farið milli hans og Rashford.
Erik Ten Hag vildi ekki gefa út opinberlega hvað hefði farið milli hans og Rashford. Visionhaus/Getty Images

Marcus Rashford var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Newport í fjórðu umferð FA bikarsins. Uppgefin ástæða eru veikindi leikmannsins, en hann sást á næturklúbbi í Belfast á fimmtudag og æfði hvorki föstudag né laugardag.

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, tjáði sig stuttlega um fjarveru Rashford á blaðamannafundi fyrir leik. 

„Fjarvera Marcus Rashford er innanhússmál. Mál sem ég mun taka á.“

Vísir greindi frá því í gær að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem agavandamál koma upp hjá Manchester United, og ekki í fyrsta sinn sem Marcus Rashford veldur þeim. Fyrr á tímabilinu komst Rashford í vandræði hjá þjálfaranum fyrir að fagna afmæli sínu á skemmtistað beint eftir 3-0 tap gegn erkifjendum þeirra, Manchester City. 


Tengdar fréttir

Ten Hag ósáttur með afmælisfögnuð Rashford

Marcus Rashford bað þjálfara sinn og liðsfélaga afsökunar á því að hafa skellt sér út á lífið eftir 3-0 tap Manchester United gegn Manchester City síðustu helgi. Erik Ten Hag, þjálfari liðsins, sagði slíka hegðun vera „óásættanlega“. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×