Enski boltinn

Blóðugir á­horf­endur, slasað barn og sex hand­tökur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alblóðugur áhorfandi réðst að lögreglu og var handtekinn
Alblóðugur áhorfandi réðst að lögreglu og var handtekinn Getty Images/Getty Images

Sex einstaklingar voru handteknir fyrir sinn þátt í óeirðunum sem brutust út í leik West Brom gegn Wolves í FA bikarnum fyrr í dag. Boltastrákur við störf fékk aðskotahlut í hausinn. Bæði lið hafa fordæmt aðgerðir stuðningsmanna harkalega og líta málið alvarlegum augum. 

Slagsmál hófust þegar Matheus Cunha kom Wolves tveimur mörkum yfir á 78. mínútu. Leikur var stöðvaður meðan lögregla leysti úr málunum, og hófst svo aftur um tíu mínútum síðar. Leikmenn fóru inn í búningsherbergi þegar áhorfendur byrjuðu að hlaupa inn á völlinn. 

Kona sem hljóp inn á völlinn tækluð af gæslunniJames Baylis - AMA/Getty Images

West Brom og Wolves eru nágrannalið og eilífir erkifjendur. Bæði lið hafa fordæmt hegðun stuðningsmanna sinna og sagst ætla að gera allt sem þau geta til að hjálpa lögreglunni að hafa uppi á sökudólgum. 

Lögreglan fjarlægir áhorfanda af vettvangiJames Baylis - AMA/Getty Images

Kyle Bartley, varnarmaður West Brom, stökk upp í stúku til að sækja börnin sín og bjarga þeim frá óeirðunum. The Athletic greindi svo frá því að boltasækir við störf á leiknum hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum. 

Eins og áður segir voru sex handteknir í kjölfarið. Búast má við því að fleiri fái bann frá leikvanginum. Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hegðunin var sögð „algjörlega óásættanleg“. 

Frekari rannsókn málsins mun eiga sér stað á næstu dögum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×