Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Ívar Ingimarsson í leik með Reading á móti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Egerton Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan. KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Sjá meira
Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Sjá meira
Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00