UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2024 11:59 Hungursneyð blasir við íbúum Gasa. epa/Haitham Imad Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira