Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 12:10 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kallar eftir stillingu en hann segir stór orð hafa verið látin falla eftir að hann brjást skjótt við og skrúfaði fyrir framlag til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“ Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira