Sex eldingar á fimm mínútum í Bláfjöllum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 14:25 Þrumur hafa heyrst á höfuðborgarsvæðinu vegna eldinga sem gengu yfir skömmu eftir hádegi. Getty Að minnsta kosti sex eldingum laust niður á Bláfjallasvæðinu á fimm mínútna tímabili skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þær fylgdu éljabakka sem nú er farinn hjá, svo ólíklegt þykir að þær verði fleiri á svæðinu. Eldingakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um sextán eldingar frá því klukkan 9 í morgun. Á milli klukkan 13:05 og 13:10 mældu eldingarkerfi Veðurstofunnar sex eldingar í Bláfjöllum og á Hellisheiði. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands útilokar ekki að þær hafi verið fleiri. Kerfið sé ófullkomið og nemi ekki allar eldingar. „Þetta var hérna aftast í úrkomubakka, eins og oft vill vera á þessum tíma. Bakkinn er farinn hjá svo það er ólíklegt að það komi fleiri akkúrat þarna.“ Veðurfræðingur útilokar ekki að eldingarnar hafi verið fleiri, en þær voru að minnsta kosti sex í Bláfjöllum.Vísir/Arnar Óli segir eldingar alltaf koma aðeins á óvart hér á landi. „Þetta er samt viðbúið þegar er svona þokkalega öflugt éljaloft, þá geta alltaf fylgt eldingar. En spáin gaf þetta ekki endilega til kynna. Það hefur verið meira suður og suðaustur af landinu, og þær eru að færast austur og eru komnar norður af Færeyjum núna.“ Alls hafa mælst sextán eldingar í heildina á landinu í dag. Ef maður hefur verið erlendis í eldingarveðri þykja sextán eldingar ósköp aumt Þrumur sem fylgdu eldingunum heyrðust á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur segist Óli hafa heyrt í þrumum í dag þaðan sem hann er við störf á Veðurstofunni á Bústaðavegi í Reykjavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir eða truflanir af völdum eldinganna. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Á milli klukkan 13:05 og 13:10 mældu eldingarkerfi Veðurstofunnar sex eldingar í Bláfjöllum og á Hellisheiði. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands útilokar ekki að þær hafi verið fleiri. Kerfið sé ófullkomið og nemi ekki allar eldingar. „Þetta var hérna aftast í úrkomubakka, eins og oft vill vera á þessum tíma. Bakkinn er farinn hjá svo það er ólíklegt að það komi fleiri akkúrat þarna.“ Veðurfræðingur útilokar ekki að eldingarnar hafi verið fleiri, en þær voru að minnsta kosti sex í Bláfjöllum.Vísir/Arnar Óli segir eldingar alltaf koma aðeins á óvart hér á landi. „Þetta er samt viðbúið þegar er svona þokkalega öflugt éljaloft, þá geta alltaf fylgt eldingar. En spáin gaf þetta ekki endilega til kynna. Það hefur verið meira suður og suðaustur af landinu, og þær eru að færast austur og eru komnar norður af Færeyjum núna.“ Alls hafa mælst sextán eldingar í heildina á landinu í dag. Ef maður hefur verið erlendis í eldingarveðri þykja sextán eldingar ósköp aumt Þrumur sem fylgdu eldingunum heyrðust á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur segist Óli hafa heyrt í þrumum í dag þaðan sem hann er við störf á Veðurstofunni á Bústaðavegi í Reykjavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir eða truflanir af völdum eldinganna.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34