Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. janúar 2024 22:22 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06
Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37