Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 09:56 Skafti ræddi skattamál í Bítinu í morgun og bónusa til starfsmanna Skattsins. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. Skafti ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekki endilega óeðlilegt að umbuna opinberu starfsfólki fyrir vel unnin störf en að í þessu tilfelli virtust beint tengsl á milli þess hversu mikið starfsfólk aflaði í álagningu og sektir, umfram venjulega skattheimtu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. „Þetta byggir á því að starfsmennirnir séu duglegir við að afla hinu opinbera tekna með þessum hætti,“ sagði Skafti. Þetta svipti starfsmennina algerlega hlutleysi. Hann tók dæmi um það þegar hann starfaði við sölu fyrir einhverjum árum og sagði hvatakerfið hafa haft verulega slæm áhrif á sölumennina og menningu innan fyrirtækisins. Annars staðar á almennum markaði tíðkaðist að yfirmenn umbuni fyrir ýmsa aðra hluti en bara tekjuöflun. „Ég tel að það sé búið að taka með þessu alla meðalhófsreglu og sannleiksreglu sem gengur út á það að starfsmanni Skattsins ber að vera hlutlaus,“ sagði Skafti. Fyrir alla eftirlitsaðila ættu svona bónusar að vera ólöglegir. Starfsmenn skattsins ættu ekki að gæta hagsmuna innheimtu hins opinbera umfram hagsmuni þeirra sem greiddu skatt. „Ég tel þetta hreina spillingu hugarfarsins innan Skattsins,“ sagði hann og talaði um siðleysis í því samhengi. Áríðandi væri að Skatturinn gæfi út á hvaða grundvelli þessir bónusar hafi verið reiknaðir og hvað lægi til grundvallar. Lögin óskýr og bjóði upp á túlkun Skafti sagði að tilvikin ættu eflaust ekki bara við um stórfyrirtæki. Þetta gætu verið einstaklingar sem hefðu sannarlega talið vitlaust fram og það megi ekki. Vandamálið væri samt sem áður að lögin væru óskýr. „Skattalögin eru óskýr og þau eru ógagnsæ og bjóða upp á túlkun. Ef þau bjóða upp á túlkun og hvati þinn er sá að þú túlkir Skattinum og ríkinu í vil og fáir fyrir það umbun, hver verður þá niðurstaðan?“ spurði Skafti. Þetta væru gallar í kerfinu og lögunum. Skafti óttast að málið fari í pólitískar skotgrafir og þetta opnaði jafnvel á bónusgreiðslur annarra opinberra starfsmanna eins og lögreglumanna, starfsmanna MAST, Samgöngustofu og Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er fordæmi sem er alveg skelfilegt inn í opinbera eftirlitskerfið,“ sagði Skafti en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Fjármálaráðherra er gagnrýnin á fyrirkomulagið, eins og fjallað hefur verið um það, og hefur kallað eftir skýringum. „Við höfum þegar óskað eftir upplýsingum frá Skattinum. En ég hef sagt og ítreka að það væri einfaldlega ekki í lagi að skatteftirlit væri háð einhvers konar kaupaukum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra við Morgunblaðið í síðustu viku. Skatturinn svarar fyrir sig Fram kom á heimasíðu Skattsins á dögunum, vegna umræðunnar um bónuskerfið, að Skatturinn væri með skýrt og gagnsætt launakerfi sem hlotið hefði jafnlaunavottun. Hluti af því launakerfi hjá háskólamenntuðum starfsmönnum sé greiðsla viðbótarlauna samkvæmt bókun í kjarasamningi BHM við ríkið frá árinu 2014. Sú fjárhæð sem varið væri í viðbótarlaun væri 2 prósent af launum allra BHM starfsmanna hjá Skattinum. Framkvæmdin taki mið af reglum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um greiðslu viðbótarlauna til almennra starfsmanna ríkisins. Samningarnir taki til allra háskólamenntaðra starfsmanna Skattsins hvar sem þeir störfuðu innan stofnunarinnar. Starfseiningar Skattsins væru tíu talsins og á hverju sex mánaða tímabili fái 25% BHM starfsmanna í hverri þeirra viðbótarlaun. Á hverju matstímabili væri fjárhæðin sú sama hjá hverjum og einum. Samkvæmt þessu kerfi fengju 75% BHM starfsmanna hverju sinni ekki viðbótarlaun. Ýmsir þættir komi til skoðunar og sem tekið væri mið af við heildarmat: Tímabundin viðbótarverkefni eða ábyrgð Sveigjanleiki í vinnufyrirkomulagi og umfangi starfs Framúrskarandi frammistaða eða afköst Álag vegna afleysinga vegna mikilla fjarvista annarra Mat á frammistöðu starfsmanns byggi þannig á heildarskoðun þessara þátta á viðkomandi tímabili. „Það tekur jafnt til allra BHM starfsmanna og til allra starfsþátta hjá stofnuninni, svo sem álagningarvinnu, endurálagningar, endurgreiðslna, innheimtu, hugbúnaðarúrlausna og margskonar þjónustu við viðskiptavini. Starfsmenn sem fá hæsta matið hverju sinni fá viðbótarlaun.“ Skattar og tollar Bítið Tengdar fréttir Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Skafti ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekki endilega óeðlilegt að umbuna opinberu starfsfólki fyrir vel unnin störf en að í þessu tilfelli virtust beint tengsl á milli þess hversu mikið starfsfólk aflaði í álagningu og sektir, umfram venjulega skattheimtu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. „Þetta byggir á því að starfsmennirnir séu duglegir við að afla hinu opinbera tekna með þessum hætti,“ sagði Skafti. Þetta svipti starfsmennina algerlega hlutleysi. Hann tók dæmi um það þegar hann starfaði við sölu fyrir einhverjum árum og sagði hvatakerfið hafa haft verulega slæm áhrif á sölumennina og menningu innan fyrirtækisins. Annars staðar á almennum markaði tíðkaðist að yfirmenn umbuni fyrir ýmsa aðra hluti en bara tekjuöflun. „Ég tel að það sé búið að taka með þessu alla meðalhófsreglu og sannleiksreglu sem gengur út á það að starfsmanni Skattsins ber að vera hlutlaus,“ sagði Skafti. Fyrir alla eftirlitsaðila ættu svona bónusar að vera ólöglegir. Starfsmenn skattsins ættu ekki að gæta hagsmuna innheimtu hins opinbera umfram hagsmuni þeirra sem greiddu skatt. „Ég tel þetta hreina spillingu hugarfarsins innan Skattsins,“ sagði hann og talaði um siðleysis í því samhengi. Áríðandi væri að Skatturinn gæfi út á hvaða grundvelli þessir bónusar hafi verið reiknaðir og hvað lægi til grundvallar. Lögin óskýr og bjóði upp á túlkun Skafti sagði að tilvikin ættu eflaust ekki bara við um stórfyrirtæki. Þetta gætu verið einstaklingar sem hefðu sannarlega talið vitlaust fram og það megi ekki. Vandamálið væri samt sem áður að lögin væru óskýr. „Skattalögin eru óskýr og þau eru ógagnsæ og bjóða upp á túlkun. Ef þau bjóða upp á túlkun og hvati þinn er sá að þú túlkir Skattinum og ríkinu í vil og fáir fyrir það umbun, hver verður þá niðurstaðan?“ spurði Skafti. Þetta væru gallar í kerfinu og lögunum. Skafti óttast að málið fari í pólitískar skotgrafir og þetta opnaði jafnvel á bónusgreiðslur annarra opinberra starfsmanna eins og lögreglumanna, starfsmanna MAST, Samgöngustofu og Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er fordæmi sem er alveg skelfilegt inn í opinbera eftirlitskerfið,“ sagði Skafti en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Fjármálaráðherra er gagnrýnin á fyrirkomulagið, eins og fjallað hefur verið um það, og hefur kallað eftir skýringum. „Við höfum þegar óskað eftir upplýsingum frá Skattinum. En ég hef sagt og ítreka að það væri einfaldlega ekki í lagi að skatteftirlit væri háð einhvers konar kaupaukum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra við Morgunblaðið í síðustu viku. Skatturinn svarar fyrir sig Fram kom á heimasíðu Skattsins á dögunum, vegna umræðunnar um bónuskerfið, að Skatturinn væri með skýrt og gagnsætt launakerfi sem hlotið hefði jafnlaunavottun. Hluti af því launakerfi hjá háskólamenntuðum starfsmönnum sé greiðsla viðbótarlauna samkvæmt bókun í kjarasamningi BHM við ríkið frá árinu 2014. Sú fjárhæð sem varið væri í viðbótarlaun væri 2 prósent af launum allra BHM starfsmanna hjá Skattinum. Framkvæmdin taki mið af reglum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um greiðslu viðbótarlauna til almennra starfsmanna ríkisins. Samningarnir taki til allra háskólamenntaðra starfsmanna Skattsins hvar sem þeir störfuðu innan stofnunarinnar. Starfseiningar Skattsins væru tíu talsins og á hverju sex mánaða tímabili fái 25% BHM starfsmanna í hverri þeirra viðbótarlaun. Á hverju matstímabili væri fjárhæðin sú sama hjá hverjum og einum. Samkvæmt þessu kerfi fengju 75% BHM starfsmanna hverju sinni ekki viðbótarlaun. Ýmsir þættir komi til skoðunar og sem tekið væri mið af við heildarmat: Tímabundin viðbótarverkefni eða ábyrgð Sveigjanleiki í vinnufyrirkomulagi og umfangi starfs Framúrskarandi frammistaða eða afköst Álag vegna afleysinga vegna mikilla fjarvista annarra Mat á frammistöðu starfsmanns byggi þannig á heildarskoðun þessara þátta á viðkomandi tímabili. „Það tekur jafnt til allra BHM starfsmanna og til allra starfsþátta hjá stofnuninni, svo sem álagningarvinnu, endurálagningar, endurgreiðslna, innheimtu, hugbúnaðarúrlausna og margskonar þjónustu við viðskiptavini. Starfsmenn sem fá hæsta matið hverju sinni fá viðbótarlaun.“
Skattar og tollar Bítið Tengdar fréttir Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07