Tengifarþegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri viðdvöl á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2024 10:41 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir það mikinn áfanga fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira