Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 13:01 Til stendur að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á árinu. Efla Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar. Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar.
Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira