Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 13:41 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir fjölda snjóflóða hafa fallið á veginn undir Súðavíkurhlíð í gegnum árin og vill sjá jarðgöng sem fyrst. Aðsend Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. Snjóflóðið féll á níunda tímanum í gærkvöldi. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir mildi að flóðið hafi ekki farið á bíla sem voru á veginum þegar snjóflóðið féll. „Það voru allavega tveir bílar þarna sitt hvoru megin við flóðið. Maður veit ekki hversu margir aðrir hafa verið á hlíðinni.“ Hann segir nokkra hafa orðið veðurteppta í bænum vegna þessa. „Þetta er hundrað og áttatíu manna þorp hérna. Hundrað og níutíu manns kannski. Við voru með þrjátíu og fimm manns í nótt. Hér er ekki gistiheimili eða hótel. Það þarf að koma þessu fólki fyrir. Við erum orðin allt of vön því. Við kunnum þetta. Þetta er ekki eitthvað hlutverk sem við ættum að standa í. Hér starfar ekki Rauði krossinn. Við erum bara fólkið hérna í þorpinu sem gerir þetta.“ Þannig veiti íbúar bæjarins strandaglópum jafnan frítt fæði á og húsnæði þegar svona kemur upp. „Þar fyrir utan þá þýðir þetta það að við förum ekki á Ísafjörð eða annað. Þetta varðar miklu meira en bara okkur.“ Hætta fylgir því oft fyrir íbúa að aka veginn undir Súðavíkurhlíð.Aðsend Bragi segir alltof algengt að veginum um Súðavíkurhlíð sé lokað vegna aðstæðna. Til að mynda hafi veginum fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 verið lokað fyrir umferð í fjörutíu daga. Íbúar hafi flestir fundið fyrir því hversu erfið hlíðin geti verið og þeirri hættu sem fylgir því að keyra hana. Þá búi þeir við hættu á grjóthruni þegar enginn snjór er. „Flestir sem hafa búið hér í einhvern tíma hafa annað hvort fests í flóði eða rétt sloppið.“ Bragi segir íbúa Súðavíkur lengi hafa kallað eftir jarðgöngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Mikilvægt sé að hafist sé handa við göngin sem fyrst til að auka öryggi. „Það er búið að tala um Álftafjarðargöng hérna í einhverja þrjá áratugi líklega eða lengur, fjóra sennilega. Þetta er búið að vera inn og út af samgönguáætlun. Þetta er inni á samgönguáætlun núna, inni á jarðgangnaáætlun, en ég held að þetta sé tímasett einhver staðar í framtíðinni. Sennilega eftir minn dag.“ Veginum var lokað þegar snjóflóðið féll í gærkvöldi en hann var opnaður á ný þegar búið var að moka.Aðsend Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs Uppfært 14:25: Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð tímabundið á nýjan leik eftir að veginum var lokað fyrr í dag vefna lítils snjóflóðs. Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum segir að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan 18 í kvöld og ekki opnaður fyrr en búið verður að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu í fyrramálið. Þó er hætta á að vegurinn gæti lokast fyrr. 3. febrúar 2022 11:52 Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36 Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Snjóflóðið féll á níunda tímanum í gærkvöldi. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir mildi að flóðið hafi ekki farið á bíla sem voru á veginum þegar snjóflóðið féll. „Það voru allavega tveir bílar þarna sitt hvoru megin við flóðið. Maður veit ekki hversu margir aðrir hafa verið á hlíðinni.“ Hann segir nokkra hafa orðið veðurteppta í bænum vegna þessa. „Þetta er hundrað og áttatíu manna þorp hérna. Hundrað og níutíu manns kannski. Við voru með þrjátíu og fimm manns í nótt. Hér er ekki gistiheimili eða hótel. Það þarf að koma þessu fólki fyrir. Við erum orðin allt of vön því. Við kunnum þetta. Þetta er ekki eitthvað hlutverk sem við ættum að standa í. Hér starfar ekki Rauði krossinn. Við erum bara fólkið hérna í þorpinu sem gerir þetta.“ Þannig veiti íbúar bæjarins strandaglópum jafnan frítt fæði á og húsnæði þegar svona kemur upp. „Þar fyrir utan þá þýðir þetta það að við förum ekki á Ísafjörð eða annað. Þetta varðar miklu meira en bara okkur.“ Hætta fylgir því oft fyrir íbúa að aka veginn undir Súðavíkurhlíð.Aðsend Bragi segir alltof algengt að veginum um Súðavíkurhlíð sé lokað vegna aðstæðna. Til að mynda hafi veginum fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 verið lokað fyrir umferð í fjörutíu daga. Íbúar hafi flestir fundið fyrir því hversu erfið hlíðin geti verið og þeirri hættu sem fylgir því að keyra hana. Þá búi þeir við hættu á grjóthruni þegar enginn snjór er. „Flestir sem hafa búið hér í einhvern tíma hafa annað hvort fests í flóði eða rétt sloppið.“ Bragi segir íbúa Súðavíkur lengi hafa kallað eftir jarðgöngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Mikilvægt sé að hafist sé handa við göngin sem fyrst til að auka öryggi. „Það er búið að tala um Álftafjarðargöng hérna í einhverja þrjá áratugi líklega eða lengur, fjóra sennilega. Þetta er búið að vera inn og út af samgönguáætlun. Þetta er inni á samgönguáætlun núna, inni á jarðgangnaáætlun, en ég held að þetta sé tímasett einhver staðar í framtíðinni. Sennilega eftir minn dag.“ Veginum var lokað þegar snjóflóðið féll í gærkvöldi en hann var opnaður á ný þegar búið var að moka.Aðsend
Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs Uppfært 14:25: Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð tímabundið á nýjan leik eftir að veginum var lokað fyrr í dag vefna lítils snjóflóðs. Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum segir að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan 18 í kvöld og ekki opnaður fyrr en búið verður að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu í fyrramálið. Þó er hætta á að vegurinn gæti lokast fyrr. 3. febrúar 2022 11:52 Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36 Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40
Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs Uppfært 14:25: Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð tímabundið á nýjan leik eftir að veginum var lokað fyrr í dag vefna lítils snjóflóðs. Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum segir að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan 18 í kvöld og ekki opnaður fyrr en búið verður að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu í fyrramálið. Þó er hætta á að vegurinn gæti lokast fyrr. 3. febrúar 2022 11:52
Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36
Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52