Kristján hættir sem framkvæmdastjóri Hér&Nú Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2024 13:13 Kristján Hjálmarsson. Hér og nú Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og Nú. Hann hyggst einbeita sér að almannatengslum og mun meðal annars áfram vinna náið með viðskiptavinum stofunnar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Hér og Nú þar sem einnig segir að þrír nýir stjórnendur hafi verið til starfa, þau Hildi Örnu Hjartardóttur, Guðjón Ólafsson og Högna Val Högnason. Þar segir að Högni Valur sé nýr framkvæmdastjóri hönnunar- og hugmynda hjá Hér&Nú ásamt því að gegna hlutverki listræns stjórnenda (e. creative director). „Högni Valur hefur starfað í auglýsingageiranum í meira en áratug, m.a. sem hönnunarstjóri bæði hjá Hér&Nú og Brandenburg. Verkefni undir hans handleiðslu hafa unnið fjölmörg verðlaun á sviði auglýsinga og hönnunar, hvort sem er fyrir mörkun, herferðir, gagnvirka miðlun eða hugmyndaauðgi. Högni Valur er fyrrum formaður FÍT. Hildur Arna Hjartardóttir, Guðjón Ólafsson og Högni Valur Högnason.Hér og nú Hildur Arna Hjartardóttir er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Hér&Nú Hildur Arna hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og nýsköpun. Áður en hún gekk til liðs við Hér&Nú starfaði hún sem vörustjóri hjá Motus en þar á undan var hún markaðs- og vörustjóri Indó sparisjóðs, þar sem hún stýrði m.a. vinnu við sköpun á útliti og vörumerki Indó. Hildur er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðjón Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri birtinga hjá Hér&Nú Guðjón hefur starfað sem birtingastjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin 6 ár en var áður viðskipta- og sölustjóri á auglýsingadeild Pressunnar og blaðamaður á sama miðli. Guðjón hefur undanfarin ár setið í fjölmiðlarannsóknarnefnd SÍA og m.a. leitt tækni- og vöruþróun á birtingasviði. Guðjón er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hér&Nú var stofnuð 1. apríl 1990 og er ein elsta auglýsingastofa landsins. Á stofunni starfa þrjátíu manns í starfsstöðvum í Reykjavík og Brighton, Englandi. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Hér og Nú þar sem einnig segir að þrír nýir stjórnendur hafi verið til starfa, þau Hildi Örnu Hjartardóttur, Guðjón Ólafsson og Högna Val Högnason. Þar segir að Högni Valur sé nýr framkvæmdastjóri hönnunar- og hugmynda hjá Hér&Nú ásamt því að gegna hlutverki listræns stjórnenda (e. creative director). „Högni Valur hefur starfað í auglýsingageiranum í meira en áratug, m.a. sem hönnunarstjóri bæði hjá Hér&Nú og Brandenburg. Verkefni undir hans handleiðslu hafa unnið fjölmörg verðlaun á sviði auglýsinga og hönnunar, hvort sem er fyrir mörkun, herferðir, gagnvirka miðlun eða hugmyndaauðgi. Högni Valur er fyrrum formaður FÍT. Hildur Arna Hjartardóttir, Guðjón Ólafsson og Högni Valur Högnason.Hér og nú Hildur Arna Hjartardóttir er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Hér&Nú Hildur Arna hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og nýsköpun. Áður en hún gekk til liðs við Hér&Nú starfaði hún sem vörustjóri hjá Motus en þar á undan var hún markaðs- og vörustjóri Indó sparisjóðs, þar sem hún stýrði m.a. vinnu við sköpun á útliti og vörumerki Indó. Hildur er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðjón Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri birtinga hjá Hér&Nú Guðjón hefur starfað sem birtingastjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin 6 ár en var áður viðskipta- og sölustjóri á auglýsingadeild Pressunnar og blaðamaður á sama miðli. Guðjón hefur undanfarin ár setið í fjölmiðlarannsóknarnefnd SÍA og m.a. leitt tækni- og vöruþróun á birtingasviði. Guðjón er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hér&Nú var stofnuð 1. apríl 1990 og er ein elsta auglýsingastofa landsins. Á stofunni starfa þrjátíu manns í starfsstöðvum í Reykjavík og Brighton, Englandi.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira