Samkvæmt rússneska miðlinum Meduza var önnur færslan um mannfall rússneska hersins í Úkraínu og hinu hefur verið lýst sem „tilfinningaþrungnu myndbandi“.
Konan játaði að hafa deilt færslunum en sagðist ekki hafa gert það af illum hug, sem saksóknarar sökuðu hana um. Hún hafði þó tvisvar sinnum verið sektuð fyrir að vanvirða herinn frá árslokum 2022.
Í mars í fyrra var konan einnig fangelsuð fyrir að dreifa Nasistatáknum og öfgaefni.
Yfirvöld í Rússlandi hafa ítrekað notað lög um öfgastarfsemi og ný lög um að bannað sé að móðga rússneska herinn til að kveða niður mótmæli og stöðva rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og alþjóðlegra samtaka.
Í síðustu viku sektaði rússneskur dómstóll í fyrsta sinn borgara fyrir að tjá sig við sjálfstæðan fjölmiðil sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi.