Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 09:43 Frá vettvangi málsins í Silfratjörn í Úlfarsársdal. Vísir/Arnar Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent