Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 19:56 Justin Mohn, eftir að hann var handtekinn í gær. AP Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“ Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“
Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira