Gluggadagur: Rólegheit á síðasta degi félagsskiptagluggans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2024 09:59 Rúnar Alex, Jesse Lingard og Albert Guðmundsson komu við sögu á gluggadegi. Samsett Vísir var með beina textalýsingu frá lokadegi félagaskiptagluggans í evrópska karlafótboltanum. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem átti sér stað Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Sjá meira