Viðskipti innlent

Jónína ráðin til Blikk

Atli Ísleifsson skrifar
Jónína Gunnarsdóttir.
Jónína Gunnarsdóttir. Aðsend

Nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækið Blikk hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttir, fyrrverandi forstjóra Teya, í starf rekstrarstjóra.

Í tilkynningu segir að Jónína hafi víðtæka reynslu úr fjármálageiranum en hún starfaði áður hjá Teya (áður Saltpay/Borgun) frá árinu 2014 og hafði á þeim tíma verið í ýmsum hlutverkum innan félagsins. 

„Þar stýrði hún meðal annars þjónustusviði, bar ábyrgð á daglegum rekstri sem rekstrarstjóri og starfaði síðast sem forstjóri félagsins frá mars 2022 til september 2023. Hún sat einnig í stjórn Samtökum fjármálafyrirtækja á þeim tíma sem hún var forstjóri. 

Blikk vinnur að að þróun á nýrri greiðslulausn sem byggir á bankamillifærslum í stað kortafærslna, svo kölluð reikning-í-reikning greiðslulausn. Með Blikk eru hinu fjölmörgu milliliðir sem koma að kortafærslum óþarfir, greiðslur og uppgjör á greiðslum eiga sér stað í rauntíma og á mun hagkvæmari hátt. Með Blikk verður hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á staðnum, í netverslun, smáforriti verslanna sem og greiða fyrir áskriftir og reikninga á mun hagstæðari hátt en hægt er í dag í hefðbundnum korta-og bankaviðskiptum. Stefnt er á fyrstu innleiðingar nú á vormánuðum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×