Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 95-90 | Meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Arnar Skúli Atlason skrifar 1. febrúar 2024 22:38 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar í Tindastóli komust aftur á sigurbraut í kvöld. vísir/hulda margrét Tindastóll vann nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 95-90. Það voru lið Tindastóls og Breiðabliks sem mættust í Subway deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld, Tindastóll fyrir leikinn í 9. sæti en Blikarnir sátu í 11. sæti, Tindastóll ekki unnið í deildinni á þessu ári og höfðu tapað fjórum leikjum í röð, Breiðablik unnu 4. Janúar en höfðu ekki unnið síðan og því tapað þremur leikjum fyrir viðureignina í kvöld. Blikarnir hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins en Tindastóll svaraði og náði að setja stig á töfluna og minnka muninn og virtust ætla að taka völdin en Breiðablik stóðust áhlaup Tindastóls og leikur í járnum í fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var staðan jöfn 20-20. Tindastóll hóf annan leikhluta á flugi og virtust ætla að stinga af en þeir skoruðu 11 fyrstu stig fjórðungsins, Ívar Ásgrímsson tók leikhlé til að stoppa í götin og það tókst og Blikarnir unnu sig inn í leikinn og settu stór skot og komust aftur inn í leikinn. Zoran Vrkic, Keith Jordan og Sölvi Ólafsson voru öflugur í liði Blika og þeir virtust skora að vild þegar Blikum vantaði stig, hinum megin voru það Arnar Björnsson og Drungilas sem drógu vagninn. Blikar reyndust sterkari og Zoran lokaði fjórðungnum og kom þeim yfir 42-43 og Blikar í forustu í Síkinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði Blikarnir virtust sterkari og virtust vera með svör við öllum sóknaraðgerðum Tindastól og voru að setja stóru skotin ofan í hinumegin, Blikarnir juku muninn hægt og rólega og allt í einu var munurinn orðinn 10 stig, Tindastóll átti enginn svör við varnarleik Blikana og áttu erfitt með a halda kvikum leikmönnum Breiðabliks fyrir framan sig en Blikar leiddu eftir 3 leikhluta 58-68, Blikarnir héldu áfram í fjórða leikhluta og Guilherme Sanchez byrjaði að skora körfur í öllum regnbogans litum og Tindastóll tók leikhlé til að finna svör, Blikarnir leiddu þegar þarna var komið við sögu með 12 stigum, úr leikhléinu tók Tindastóls liðið við sér og Þórir Þorbjarnarson kveikti á Túrbóinu og hann fór að keyra upp hraða og á þremur á hálfri mínútu höfðu Tindastóll skorað 22 stig í röð og komið sér 10 stigum yfir í leik sem þeir voru að á leiðinni að tapa örugglega en þeir náðu stoppum og auðveldum körfum hinu megin, Blikar reyndu hvað þeir gátu að koma til baka en tíminn var of naumur og Tindastóll sigldi heim sigri 95-90 í hörkuleik hérna í Síkinu. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru betri í 5 mínútur í dag og það var það sem skóp sigurinn, 22-0 sprettur í 4 leikhluta skóp sigurinn hérna í kvöld, Þórir steig upp þegar á þurfti og dróg vagninn. Hverjir stóðu upp úr? Breiðabliksstrákarnir voru frábærir í 35 mínútur í kvöld, Sölvi Ólafsson, Keith Jordan, Zoran Vrkic, Snorri Vignisson. Þeir skiluðu frábæru framlagi, hinir ungu strákarnir hjá Breiðablik voru líka mjög góðir í kvöld. Hjá Tindastól skiluðu Þórir, Drungilas, Arnar, Callum og Geks þessum heim í þessar 5 mínútur og það var nógu stórt framlag til að Tindastóll vann Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að finna körfuna þegar þeir þurftu í fjórða leikhlutanum og Tindastól gekk illa allan leikinn að finna svör og þurfa að bæta varnaleik sinn ef ekki á illa að fara í næstu leikjum. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Garðabæinn og mætir Stjörnunni, Breiðablik fær að fara til Njarðvíkur og tekur á móti Njarðvík. Pavel: „Strákarnir fundu eitthvað sjálfstraust til að gera þetta sjálfir“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti sigurinn á árinu, þú hlýtur að vera gríðarlega ánægður með það? „Já virkilega, enda mjög mikilvægur sigur fyirr okkur á allan hátt og góður sigur, við komum til baka held að það geri meira fyrir okkur en hitt, þannig við tökum fullt jákvætt út úr þessu leik“ Hverju breyti þið til að stoppa þá? „Ekki neitt, strákarnir fundu eitthvað sjálfstraust til að gera þetta sjálfir, bæði varnarlega og sóknarlega, þá náum við tökum á leiknum, eitthvað sem við höfum ekki fundið fyrir lengi og eins og ég segi þessi kafli sem við áttum þarna í lok leiksins í fjórða leikhluta, það flýtir fyrir okkur að ná þessum völdum inná vellinum sem við höfðum í stuttan tíma sem það var.“ Ívar: „Dripplum of mikið og hreyfum okkur illa“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Flottir í dag fyrir utan fjórar mínútur í leiknum hver eru þín fyrstu viðbrögð? „Jú ég er náttúrulega bara svekktur að klára þetta og hérna smá reynsluleysi hjá okkur, spiluðum gríðarlega vel allan leikinn fyrir utan 3-4 mínútur í fjórða leikhluta þegar við erum með forskotið, þá förum við í alltof mikið einstaklingsframtak, dripplum of mikið og hreyfum okkur illa, það sem við vorum að gera mjög vel að cutta mjög mikið þegar þeir voru í yfirtöku og það var alltaf næsti maður og þeir réðu illa við það, um leið og þeir fóru aðeins að ýta okkur og þeir náðu forskotinu okkar niður og við urðum stressaðir og þorðum ekki að vinna fannst mér, það er kannski bara reynsluleysi, við spiluðum þrjá, þrjá og hálfan leikhluta núna gríðarlega vel, við spiluðum tvo leikhluta á móti Grindavík mjög vel, vonandi í næsta leik spilum við alla fjóra vel“ Subway-deild karla Tindastóll Breiðablik
Tindastóll vann nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 95-90. Það voru lið Tindastóls og Breiðabliks sem mættust í Subway deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld, Tindastóll fyrir leikinn í 9. sæti en Blikarnir sátu í 11. sæti, Tindastóll ekki unnið í deildinni á þessu ári og höfðu tapað fjórum leikjum í röð, Breiðablik unnu 4. Janúar en höfðu ekki unnið síðan og því tapað þremur leikjum fyrir viðureignina í kvöld. Blikarnir hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins en Tindastóll svaraði og náði að setja stig á töfluna og minnka muninn og virtust ætla að taka völdin en Breiðablik stóðust áhlaup Tindastóls og leikur í járnum í fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var staðan jöfn 20-20. Tindastóll hóf annan leikhluta á flugi og virtust ætla að stinga af en þeir skoruðu 11 fyrstu stig fjórðungsins, Ívar Ásgrímsson tók leikhlé til að stoppa í götin og það tókst og Blikarnir unnu sig inn í leikinn og settu stór skot og komust aftur inn í leikinn. Zoran Vrkic, Keith Jordan og Sölvi Ólafsson voru öflugur í liði Blika og þeir virtust skora að vild þegar Blikum vantaði stig, hinum megin voru það Arnar Björnsson og Drungilas sem drógu vagninn. Blikar reyndust sterkari og Zoran lokaði fjórðungnum og kom þeim yfir 42-43 og Blikar í forustu í Síkinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði Blikarnir virtust sterkari og virtust vera með svör við öllum sóknaraðgerðum Tindastól og voru að setja stóru skotin ofan í hinumegin, Blikarnir juku muninn hægt og rólega og allt í einu var munurinn orðinn 10 stig, Tindastóll átti enginn svör við varnarleik Blikana og áttu erfitt með a halda kvikum leikmönnum Breiðabliks fyrir framan sig en Blikar leiddu eftir 3 leikhluta 58-68, Blikarnir héldu áfram í fjórða leikhluta og Guilherme Sanchez byrjaði að skora körfur í öllum regnbogans litum og Tindastóll tók leikhlé til að finna svör, Blikarnir leiddu þegar þarna var komið við sögu með 12 stigum, úr leikhléinu tók Tindastóls liðið við sér og Þórir Þorbjarnarson kveikti á Túrbóinu og hann fór að keyra upp hraða og á þremur á hálfri mínútu höfðu Tindastóll skorað 22 stig í röð og komið sér 10 stigum yfir í leik sem þeir voru að á leiðinni að tapa örugglega en þeir náðu stoppum og auðveldum körfum hinu megin, Blikar reyndu hvað þeir gátu að koma til baka en tíminn var of naumur og Tindastóll sigldi heim sigri 95-90 í hörkuleik hérna í Síkinu. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru betri í 5 mínútur í dag og það var það sem skóp sigurinn, 22-0 sprettur í 4 leikhluta skóp sigurinn hérna í kvöld, Þórir steig upp þegar á þurfti og dróg vagninn. Hverjir stóðu upp úr? Breiðabliksstrákarnir voru frábærir í 35 mínútur í kvöld, Sölvi Ólafsson, Keith Jordan, Zoran Vrkic, Snorri Vignisson. Þeir skiluðu frábæru framlagi, hinir ungu strákarnir hjá Breiðablik voru líka mjög góðir í kvöld. Hjá Tindastól skiluðu Þórir, Drungilas, Arnar, Callum og Geks þessum heim í þessar 5 mínútur og það var nógu stórt framlag til að Tindastóll vann Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að finna körfuna þegar þeir þurftu í fjórða leikhlutanum og Tindastól gekk illa allan leikinn að finna svör og þurfa að bæta varnaleik sinn ef ekki á illa að fara í næstu leikjum. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Garðabæinn og mætir Stjörnunni, Breiðablik fær að fara til Njarðvíkur og tekur á móti Njarðvík. Pavel: „Strákarnir fundu eitthvað sjálfstraust til að gera þetta sjálfir“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti sigurinn á árinu, þú hlýtur að vera gríðarlega ánægður með það? „Já virkilega, enda mjög mikilvægur sigur fyirr okkur á allan hátt og góður sigur, við komum til baka held að það geri meira fyrir okkur en hitt, þannig við tökum fullt jákvætt út úr þessu leik“ Hverju breyti þið til að stoppa þá? „Ekki neitt, strákarnir fundu eitthvað sjálfstraust til að gera þetta sjálfir, bæði varnarlega og sóknarlega, þá náum við tökum á leiknum, eitthvað sem við höfum ekki fundið fyrir lengi og eins og ég segi þessi kafli sem við áttum þarna í lok leiksins í fjórða leikhluta, það flýtir fyrir okkur að ná þessum völdum inná vellinum sem við höfðum í stuttan tíma sem það var.“ Ívar: „Dripplum of mikið og hreyfum okkur illa“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Flottir í dag fyrir utan fjórar mínútur í leiknum hver eru þín fyrstu viðbrögð? „Jú ég er náttúrulega bara svekktur að klára þetta og hérna smá reynsluleysi hjá okkur, spiluðum gríðarlega vel allan leikinn fyrir utan 3-4 mínútur í fjórða leikhluta þegar við erum með forskotið, þá förum við í alltof mikið einstaklingsframtak, dripplum of mikið og hreyfum okkur illa, það sem við vorum að gera mjög vel að cutta mjög mikið þegar þeir voru í yfirtöku og það var alltaf næsti maður og þeir réðu illa við það, um leið og þeir fóru aðeins að ýta okkur og þeir náðu forskotinu okkar niður og við urðum stressaðir og þorðum ekki að vinna fannst mér, það er kannski bara reynsluleysi, við spiluðum þrjá, þrjá og hálfan leikhluta núna gríðarlega vel, við spiluðum tvo leikhluta á móti Grindavík mjög vel, vonandi í næsta leik spilum við alla fjóra vel“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti