LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 17:08 Helgi Magnús varasaksóknari er meðlimur í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“ og hefur látið til sín taka í umræðu um gagnsemi þeirrar atvinnugreinar. Sem þykir ekki heppilegt í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kærð til saksóknara. vísir/vilhelm/arnar Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru. Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru.
Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42