Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 22:01 Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. Hann segir Úkraínumenn einnig standa fyrir erfiðleikum varðandi hergagnaframleiðslu, mannafla og annað. Þetta er meðal þess sem Salúsjní skrifaði sem birt var á vef CNN í dag. Greinina skrifaði herforinginn áður en fregnir bárust af því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði tekið þá ákvörðun að víkja honum úr starfi. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Hana má meðal annars rekja til misheppnaðrar gagnsóknar Úkraínumanna í Sapórisjíahéraði í fyrra og hefur Selenskí verið sagður hafa áhyggjur af vinsældum herforingjans. Þeir hafa einnig deilt opinberlega um herkvaðningu. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Grein Salúsjnís rímar að mörgu leyti við nýlega grein þriggja sérfræðinga sem segja Úkraínumenn og bakhjarla þeirra þurfa að fara í naflaskoðun og nota árið 2024 til uppbyggingar fyrir 2025. Í greininni segir herforinginn þróun notkunar dróna í stríðinu í Úkraínu hafa verið undraverða. Enn sé notkun þeirra að breytast og þeir séu gífurlega mikilvægir fyrir úkraínska herinn. Með þeim sé hægt að draga úr þeirri hættu sem hermenn standa frammi fyrir, stýra stórskotaliðsárásum af meiri nákvæmni, sinna eftirliti og gera umfangsmiklar árásir á innviði og stjórnstöðvar rússneska hersins, án rándýrra eldflauga og flugvéla. „Frekari notkunarleiðir munu verða ljósar með tímanum, þótt óvinurinn muni auðvitað alltaf leita leiða til að verjast aðgerðum sem þessum og ná frumkvæðinu.“ Hann segir Úkraínumenn einnig þurfa að leita leiða til að bæta varnir sínar og bregðast við nýrri tækni og nýjum aðferðum Rússa. Standa frammi fyrir samdrætti í aðstoð Þá segir Salúsjní að Úkraínumenn þurfi að takast á við samdrátt í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum sínum, sem sumir hverjir eigi í eigin pólitísku deilum. Þar vísar hann til deilna og lömunar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem miklar deilur um aðstoð til Úkraínu og landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Framleiðsla bakhjarla Úkraínumanna á eldflaugum, flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og skotfæri fyrir stórskotalið annar ekki eftirspurn en Salúsjní segir að það megi ekki eingöngu rekja til umfangs átakanna í Úkraínu heldur einnig til alþjóðlegs skorts á aðföngum í sprengjur og eldsneyti fyrir eldflaugar og flugskeyti. Salúsjní gagnrýnir einnig viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann kallar aðgerðirnar aumar og segir að vegna þess geti Rússar, með aðstoð annarra ríkja, átt í umfangsmikilli hergagnaframleiðslu. Hann segir Rússa einnig njóta forskots þegar kemur að mannafla og virðist hann gagnrýna yfirvöld í Úkraínu varðandi mannafla úkraínska hersins. Hann segir opinberar stofnanir í Úkraínu ekki geta bætt mannafla stöðu hersins án þess að grípa til óvinsælla aðgerða. Deilur hafa átt sér stað í Úkraínu um mögulega herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón nýrra hermanna til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa jafnvel barist linnulaust frá því innrásin hófst af hólmi. Deilurnar hafa meðal annars snúist um það hvort herinn eða opinber yfirvöld séu betur til fallin að halda utan um herkvaðningu. Hún hefur hingað til verið gagnrýnd í Úkraínu, vegna spillingar og hörku. Annað vandamál sem herinn stendur frammi fyrir að mati Salúsjnís er það að lög í landinu eru óhagstæð og einokun á markaði hergagnaframleiðslu hafi valdið flöskuhálsi í framleiðslu. Allt það sem Salúsjní nefnir í greininni segir hann að feli í sér mikla erfiðleika sem bregðast þurfi við með umfangsmiklum breytingum. Hægt sé að framkvæma þær á fimm mánuðum og þann tíma eigi einnig að nýta til að fylla upp í raðir hersins og vopna hermenn betur, bæta þjálfun hermanna og styrkja innviði og birgðanet. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Hann segir Úkraínumenn einnig standa fyrir erfiðleikum varðandi hergagnaframleiðslu, mannafla og annað. Þetta er meðal þess sem Salúsjní skrifaði sem birt var á vef CNN í dag. Greinina skrifaði herforinginn áður en fregnir bárust af því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði tekið þá ákvörðun að víkja honum úr starfi. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Hana má meðal annars rekja til misheppnaðrar gagnsóknar Úkraínumanna í Sapórisjíahéraði í fyrra og hefur Selenskí verið sagður hafa áhyggjur af vinsældum herforingjans. Þeir hafa einnig deilt opinberlega um herkvaðningu. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Grein Salúsjnís rímar að mörgu leyti við nýlega grein þriggja sérfræðinga sem segja Úkraínumenn og bakhjarla þeirra þurfa að fara í naflaskoðun og nota árið 2024 til uppbyggingar fyrir 2025. Í greininni segir herforinginn þróun notkunar dróna í stríðinu í Úkraínu hafa verið undraverða. Enn sé notkun þeirra að breytast og þeir séu gífurlega mikilvægir fyrir úkraínska herinn. Með þeim sé hægt að draga úr þeirri hættu sem hermenn standa frammi fyrir, stýra stórskotaliðsárásum af meiri nákvæmni, sinna eftirliti og gera umfangsmiklar árásir á innviði og stjórnstöðvar rússneska hersins, án rándýrra eldflauga og flugvéla. „Frekari notkunarleiðir munu verða ljósar með tímanum, þótt óvinurinn muni auðvitað alltaf leita leiða til að verjast aðgerðum sem þessum og ná frumkvæðinu.“ Hann segir Úkraínumenn einnig þurfa að leita leiða til að bæta varnir sínar og bregðast við nýrri tækni og nýjum aðferðum Rússa. Standa frammi fyrir samdrætti í aðstoð Þá segir Salúsjní að Úkraínumenn þurfi að takast á við samdrátt í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum sínum, sem sumir hverjir eigi í eigin pólitísku deilum. Þar vísar hann til deilna og lömunar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem miklar deilur um aðstoð til Úkraínu og landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Framleiðsla bakhjarla Úkraínumanna á eldflaugum, flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og skotfæri fyrir stórskotalið annar ekki eftirspurn en Salúsjní segir að það megi ekki eingöngu rekja til umfangs átakanna í Úkraínu heldur einnig til alþjóðlegs skorts á aðföngum í sprengjur og eldsneyti fyrir eldflaugar og flugskeyti. Salúsjní gagnrýnir einnig viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann kallar aðgerðirnar aumar og segir að vegna þess geti Rússar, með aðstoð annarra ríkja, átt í umfangsmikilli hergagnaframleiðslu. Hann segir Rússa einnig njóta forskots þegar kemur að mannafla og virðist hann gagnrýna yfirvöld í Úkraínu varðandi mannafla úkraínska hersins. Hann segir opinberar stofnanir í Úkraínu ekki geta bætt mannafla stöðu hersins án þess að grípa til óvinsælla aðgerða. Deilur hafa átt sér stað í Úkraínu um mögulega herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón nýrra hermanna til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa jafnvel barist linnulaust frá því innrásin hófst af hólmi. Deilurnar hafa meðal annars snúist um það hvort herinn eða opinber yfirvöld séu betur til fallin að halda utan um herkvaðningu. Hún hefur hingað til verið gagnrýnd í Úkraínu, vegna spillingar og hörku. Annað vandamál sem herinn stendur frammi fyrir að mati Salúsjnís er það að lög í landinu eru óhagstæð og einokun á markaði hergagnaframleiðslu hafi valdið flöskuhálsi í framleiðslu. Allt það sem Salúsjní nefnir í greininni segir hann að feli í sér mikla erfiðleika sem bregðast þurfi við með umfangsmiklum breytingum. Hægt sé að framkvæma þær á fimm mánuðum og þann tíma eigi einnig að nýta til að fylla upp í raðir hersins og vopna hermenn betur, bæta þjálfun hermanna og styrkja innviði og birgðanet.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15