Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 08:31 Ísland og Ísrael mættust í síðustu Þjóðadeild en sú keppni skilaði þeim báðum að lokum sæti í umspili um sæti á EM. vísir/Hulda Margrét FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35
Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00