Viðskipti innlent

47 sagt upp í hóp­upp­sögn

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Fjörutíu og sjö starfsmönnum fyrirtækis í matvælaframleiðslu var sagt upp í nýliðnum janúarmánuði.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar þar sem sagt er frá hópuppsögnum í síðasta mánuði.

Þar kemur fram að umræddar uppsagnir hafi verið eina tilkynningin um hópuppsagnir sem hafi borist stofnuninni í janúar. Segir að flestar uppsagnirnar komi til framkvæmda á tímabilinu mars til maí 2024.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.

Í desember barst Vinnumálastofnun ein tilkynning um hópuppsögn þegar 48 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu. Var þar vísað til þess að öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp störfum, en til stendur að koma á fót nýrri stofnun Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×