Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Visir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaganum en náttúruvársérfræðingur býst við enn einu gosinu á næstu dögum. 

Þá heyrum við í veðurfræðingi en gular viðvaranir eru víða í gildi um sunnan- og vestanvert landið í dag. Spáð er dimmum éljum og að samgöngur gætu farið úr skorðum tímabundið.

Safnanótt er haldin hátíðleg í kvöld og við fræðumst um það helsta sem í boði er en viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð sem nú stendur yfir. 

Í íþróttapakkanum er fjallað um klúður tengt Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu en KR tryggði sér titilinn í gær en gæti þurft að sjá á eftir honum í hendur Valsmanna þar sem einn leikmaður þeirra var ekki löglegur í leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×