Réttarríki ríka fólksins? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Samúel Karl Ólason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun