Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2024 06:36 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í Pallborðinu á Vísi. Vilhelm Gunnarsson Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi þar sem jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur, ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálftum sem og stöðuna við Grindavík. Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Magnús rifjaði upp síðustu hrinu eldgosa á Reykjanesskaga sem stóð í um 400 ár, á tímabilinu frá því fyrir árið 900 og fram yfir árið 1300. Umfang þessarar hrinu, sem og þeirrar sem var þar á undan, fyrir um 2000-2500 árum, og var svipuð að umfangi, sagði hann bestu dæmin um við hverju mætti búast. „Þetta er nokkurra alda spil,“ sagði Magnús Tumi. „Og ef við horfum á hvernig þau hafa hegðað sér þessi kerfi, þá virðist vera að það sé eitt í gangi í einu.“ Eldstöðvarkerfin eins og þau eru skilgreind á Reykjanesskaga.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þá megi reikna með því að undirbúningstíminn í kerfi eins og Krýsuvíkurkerfinu verði langur, eins og gerðist í Fagradalsfjalli. „Það eru nokkur ár af verulegum, vaxandi skjálftum. Svo fer að koma innstreymi kviku. Þá fer af stað landris. Þetta tekur allt töluverðan tíma. Á hverjum mannsaldri eru kannski eitt eða tvö kerfi sem eru virk. Svo koma mannsaldrar þar sem ekkert er í gangi. Það voru engin gos á skaganum frá árinu 1000 til 1150, - bara sem dæmi. Goðin voru greinilega orðin róleg.“ Í þessum kafla í Pallborðinu skýrir Magnús Tumi hversvegna hann telur ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð: Hér má sjá Pallborðið í heild þar sem sérstaklega var rætt um ógn þá sem íbúum Reykjavíkursvæðisins gæti stafað af eldsumbrotum og jarðskjálftum: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Pallborðið Vísindi Hafnarfjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. 2. febrúar 2024 09:11 Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. 1. febrúar 2024 20:01 Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 1. febrúar 2024 17:00 Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. 1. febrúar 2024 19:53 Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. 1. febrúar 2024 15:18 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Samfylking bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi þar sem jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur, ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálftum sem og stöðuna við Grindavík. Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Magnús rifjaði upp síðustu hrinu eldgosa á Reykjanesskaga sem stóð í um 400 ár, á tímabilinu frá því fyrir árið 900 og fram yfir árið 1300. Umfang þessarar hrinu, sem og þeirrar sem var þar á undan, fyrir um 2000-2500 árum, og var svipuð að umfangi, sagði hann bestu dæmin um við hverju mætti búast. „Þetta er nokkurra alda spil,“ sagði Magnús Tumi. „Og ef við horfum á hvernig þau hafa hegðað sér þessi kerfi, þá virðist vera að það sé eitt í gangi í einu.“ Eldstöðvarkerfin eins og þau eru skilgreind á Reykjanesskaga.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þá megi reikna með því að undirbúningstíminn í kerfi eins og Krýsuvíkurkerfinu verði langur, eins og gerðist í Fagradalsfjalli. „Það eru nokkur ár af verulegum, vaxandi skjálftum. Svo fer að koma innstreymi kviku. Þá fer af stað landris. Þetta tekur allt töluverðan tíma. Á hverjum mannsaldri eru kannski eitt eða tvö kerfi sem eru virk. Svo koma mannsaldrar þar sem ekkert er í gangi. Það voru engin gos á skaganum frá árinu 1000 til 1150, - bara sem dæmi. Goðin voru greinilega orðin róleg.“ Í þessum kafla í Pallborðinu skýrir Magnús Tumi hversvegna hann telur ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð: Hér má sjá Pallborðið í heild þar sem sérstaklega var rætt um ógn þá sem íbúum Reykjavíkursvæðisins gæti stafað af eldsumbrotum og jarðskjálftum:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Pallborðið Vísindi Hafnarfjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. 2. febrúar 2024 09:11 Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. 1. febrúar 2024 20:01 Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 1. febrúar 2024 17:00 Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. 1. febrúar 2024 19:53 Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. 1. febrúar 2024 15:18 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Samfylking bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Sjá meira
Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. 2. febrúar 2024 09:11
Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. 1. febrúar 2024 20:01
Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 1. febrúar 2024 17:00
Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. 1. febrúar 2024 19:53
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. 1. febrúar 2024 15:18