Bergvall þykir einn efnilegasti leikmaður Svíþjóðar og hafði áður verið sterklega orðaður við spænska stórliðið Barcelona. Hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og 14 ára fór hann til Manchester United á reynslu.
Tottenham greiðir 8,5 milljónir punda fyrir Bergvall, sem mun þó ekki koma til liðs við Totteham fyrr en í sumar, eða þann 1. júlí.
Bergvall hafði eins og áður sagði verið sterklega orðaður við Barcelona en hann sagði sjálfur að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í ensku úrvalsdeildinni og þá fullyrti hann einnig að Tottenham væri risastór klúbbur, hvað svo sem er til í þeirri fullyrðingu.
Lucas Bergvall has completed medical tests and signed the contract as new Tottenham player.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024
Deal done, hijack completed. pic.twitter.com/o3uGbG7onR