Fótbolti

Valdi Totten­ham fram yfir Barcelona

Siggeir Ævarsson skrifar
Lucas Bergvall valdi Tottenham og er sáttur með valið
Lucas Bergvall valdi Tottenham og er sáttur með valið Twitter@SpursOfficial

Tottenham tilkynnti formlega um félagaskipti Lucas Bergvall í gærkvöldi eftir að leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun hjá liðinu. Bergvall fagnaði því bæði félagaskiptum í gær sem og 18 ára afmæli sínu.

Bergvall þykir einn efnilegasti leikmaður Svíþjóðar og hafði áður verið sterklega orðaður við spænska stórliðið Barcelona. Hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og 14 ára fór hann til Manchester United á reynslu.

Tottenham greiðir 8,5 milljónir punda fyrir Bergvall, sem mun þó ekki koma til liðs við Totteham fyrr en í sumar, eða þann 1. júlí.

Bergvall hafði eins og áður sagði verið sterklega orðaður við Barcelona en hann sagði sjálfur að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í ensku úrvalsdeildinni og þá fullyrti hann einnig að Tottenham væri risastór klúbbur, hvað svo sem er til í þeirri fullyrðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×