Richarlison lék fjögur tímabil með Everton áður en hann skipti yfir til Tottenham fyrir síðasta tímabil. Hann var lengi í gang og skoraði aðeins eitt mark í 27 deildarleikjum á síðasta tímabili en hefur nú skorað tíu mörk á þessu tímabili, þar af sjö í síðustu sjö leikjum og er kominn með tvö í dag.
Hann kom Tottenham yfir með laglegri afgreiðslu af stuttu færi í teignum í dag og virtist ætla að hlaupa af stað til að fagna marki sínu en snarstoppaði og ákvað að sýna sínum gömlu stuðningsmönnum léttan virðingarvott.
Richarlison was about to celebrate after scoring against Everton, but then decided to show his former club some respect pic.twitter.com/8LWBMAbZDJ
— B/R Football (@brfootball) February 3, 2024
Richarlison kom Tottenham yfir á ný með marki á 41. mínútu en staðan í leiknum er 1-2 Tottenham í vil.