Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 15:39 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. Verðmætabjörgun hefst klukkan átta á morgun og stendur til klukkan 21. Á mánudag heldur hún svo áfram á sama tíma. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir fólk mega samnýta flutningabíl á morgun þegar verðmætabjörgun heldur áfram í Grindavík. Almannavarnir sjá um skipulag verðmætabjörgunar en hægt er að skrá sig í hana á vefnum island.is til klukkan fimm í dag. „Við erum að stýra þessu og það er her manns að skipuleggja þessar aðgerðir á morgun,“ segir Hjördís um verðmætabjörgunina á morgun. Íbúar eru sumir ósáttir við fyrirkomulagið sem hefur verið sett á verðmætabjörgun. Sem dæmi hefur það verið gagnrýnt að sama flutningabílinn megi ekki nota í að færa verðmæti úr fleiri en einu húsi. Það sé erfitt að fá flutningabíl og því hafi margir hugsað sér að nota sama bílinn. Það hafi ekki verið leyfilegt. Hjördís segir að þetta sé ekki rétt. Fólk megi samnýta flutningabíla innan hvers hólfs. „Það má sama bílinn og þeir sem hjálpa öðrum geta farið inn á ákveðið svæði og beðið eftir næsta holli.“ En má fara á bílnum úr einu húsi í annað þegar þú ert kominn inn? „Jú, það má.“ Margir vilja aðstoð Almannavarnir hafa boðið íbúum aðstoð við pökkun og við flutning á innbúi. Hjördís segir að fjölmargir hafi skráð sig í það og á von á því að fjölmennt verði í Grindavík á morgun. Hún segir að þau eigi von á því að sumir flytji heilar búslóðir og einhverjir að taka smáhluti. „Það eru eflaust margir að sækja búslóð sem eru komnir í leiguhúsnæði. Einhverjir ætla að tæma á meðan aðrir eru að sækja eitthvað smá.“ Almannavarnir hafa boðið fólki að setja dót sitt í geymslu sé það ekki með pláss í því húsnæði sem það er í núna. Hún segir að um sé að ræða geymsluhúsnæði á Reykjanesi en það sé unnið að því að fá meira geymslupláss fyrir þau. Á von á því að margir nýti tækifærið „Það er verið að undirbúa aðgerðir morgundagsins eins og á mánudag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurlandi og að vettvangsstjórn sé nú við störf inni í Grindavík. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrr í dag að píparar og rafvirkjar gangi nú hús úr húsi í Grindavík ásamt viðbragðsaðilum. Þeir kanna hvort hiti og rafmagn sé í húsum Grindvíkinga. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Úlfar á von á því að margir ætli sér að fara til Grindavíkur á morgun til að sækja verðmæti á heimili sín en til þess að geta það þarf það að skrá sig á www.island.is Úlfar segir að fólk hafi til fimm í dag til að skrá sig. „Ég á von á því að Grindvíkingar nýti morgundaginn og eins mánudaginn til þess að heimsækja sín heimili. Þau hafa hafa rúman tíma á morgun og á mánudag til að vitja eigna sinna. Það er ekki gert ráð fyrir því að fólk sé að fara annað en á sín heimili,“ segir Úlfar og að hver hafi um sex klukkustundir til að fara inn. Aðgerðir eftir að myrkur skellur á Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að hluti aðgerða muni fara fram eftir að myrkur skellur á og því hvetja almannavarnir fólk til að vera með höfuð- eða vasaljós ef ske kynni að rafmagnsbilun sé í þeirra svæðishólfi. Aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg. Þá þarf sérstaka heimild til notkunar á gámaflutningabifreiðum en ökutæki sem krefjast stærra meiraprófs eru leyfð. Fólki er sagt að keyra beint að húsi sínu og það eigi ekki að fara um bæinn. Víða séu opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Fólk sem ætlar að sækja lykla sína í slökkvistöðina er bent á að senda tölvupóst þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst sé hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar eru beðnir um að senda hvenær þeir komi ásamt heimilisfangi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að fólk mætti ekki samnýta flutningabíla en almannavarnir leiðréttu það og því hefur fréttinni verið breytt. Fréttinni var breytt klukkan 16:25 þann 3.2.2024. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. 3. febrúar 2024 13:01 Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. 3. febrúar 2024 08:53 Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30 Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Verðmætabjörgun hefst klukkan átta á morgun og stendur til klukkan 21. Á mánudag heldur hún svo áfram á sama tíma. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir fólk mega samnýta flutningabíl á morgun þegar verðmætabjörgun heldur áfram í Grindavík. Almannavarnir sjá um skipulag verðmætabjörgunar en hægt er að skrá sig í hana á vefnum island.is til klukkan fimm í dag. „Við erum að stýra þessu og það er her manns að skipuleggja þessar aðgerðir á morgun,“ segir Hjördís um verðmætabjörgunina á morgun. Íbúar eru sumir ósáttir við fyrirkomulagið sem hefur verið sett á verðmætabjörgun. Sem dæmi hefur það verið gagnrýnt að sama flutningabílinn megi ekki nota í að færa verðmæti úr fleiri en einu húsi. Það sé erfitt að fá flutningabíl og því hafi margir hugsað sér að nota sama bílinn. Það hafi ekki verið leyfilegt. Hjördís segir að þetta sé ekki rétt. Fólk megi samnýta flutningabíla innan hvers hólfs. „Það má sama bílinn og þeir sem hjálpa öðrum geta farið inn á ákveðið svæði og beðið eftir næsta holli.“ En má fara á bílnum úr einu húsi í annað þegar þú ert kominn inn? „Jú, það má.“ Margir vilja aðstoð Almannavarnir hafa boðið íbúum aðstoð við pökkun og við flutning á innbúi. Hjördís segir að fjölmargir hafi skráð sig í það og á von á því að fjölmennt verði í Grindavík á morgun. Hún segir að þau eigi von á því að sumir flytji heilar búslóðir og einhverjir að taka smáhluti. „Það eru eflaust margir að sækja búslóð sem eru komnir í leiguhúsnæði. Einhverjir ætla að tæma á meðan aðrir eru að sækja eitthvað smá.“ Almannavarnir hafa boðið fólki að setja dót sitt í geymslu sé það ekki með pláss í því húsnæði sem það er í núna. Hún segir að um sé að ræða geymsluhúsnæði á Reykjanesi en það sé unnið að því að fá meira geymslupláss fyrir þau. Á von á því að margir nýti tækifærið „Það er verið að undirbúa aðgerðir morgundagsins eins og á mánudag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurlandi og að vettvangsstjórn sé nú við störf inni í Grindavík. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrr í dag að píparar og rafvirkjar gangi nú hús úr húsi í Grindavík ásamt viðbragðsaðilum. Þeir kanna hvort hiti og rafmagn sé í húsum Grindvíkinga. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Úlfar á von á því að margir ætli sér að fara til Grindavíkur á morgun til að sækja verðmæti á heimili sín en til þess að geta það þarf það að skrá sig á www.island.is Úlfar segir að fólk hafi til fimm í dag til að skrá sig. „Ég á von á því að Grindvíkingar nýti morgundaginn og eins mánudaginn til þess að heimsækja sín heimili. Þau hafa hafa rúman tíma á morgun og á mánudag til að vitja eigna sinna. Það er ekki gert ráð fyrir því að fólk sé að fara annað en á sín heimili,“ segir Úlfar og að hver hafi um sex klukkustundir til að fara inn. Aðgerðir eftir að myrkur skellur á Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að hluti aðgerða muni fara fram eftir að myrkur skellur á og því hvetja almannavarnir fólk til að vera með höfuð- eða vasaljós ef ske kynni að rafmagnsbilun sé í þeirra svæðishólfi. Aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg. Þá þarf sérstaka heimild til notkunar á gámaflutningabifreiðum en ökutæki sem krefjast stærra meiraprófs eru leyfð. Fólki er sagt að keyra beint að húsi sínu og það eigi ekki að fara um bæinn. Víða séu opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Fólk sem ætlar að sækja lykla sína í slökkvistöðina er bent á að senda tölvupóst þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst sé hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar eru beðnir um að senda hvenær þeir komi ásamt heimilisfangi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að fólk mætti ekki samnýta flutningabíla en almannavarnir leiðréttu það og því hefur fréttinni verið breytt. Fréttinni var breytt klukkan 16:25 þann 3.2.2024.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. 3. febrúar 2024 13:01 Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. 3. febrúar 2024 08:53 Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30 Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. 3. febrúar 2024 13:01
Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. 3. febrúar 2024 08:53
Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30
Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent