Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2024 06:57 Reykur stígur til himins í kjölfar loftárása Ísraelsmanna á Gasa. AP/Ariel Schalit Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira