Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Þar segir einnig að verðtryggðir vextir framtíðarreikninga hækki um 0,6 prósentustig í 2,4 prósent og verðtryggðir vextir orlofsreikninga hækki um 0,15 prósentustig í 0,4 prósent.
Vaxtabreytingar útlána taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.
Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar.