Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna í Grindavík og heyrum í Almannavörnum og Veðurstofunni. 

Um þúsund Grindvíkingar fá að fara inn í bæinn í dag til að vitja um eigur sínar. 

Lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu. Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingishúsið síðar í dag.

Einnig heyrum við í þingmanni Pírata sem segir að gengið hafi verið of nærri björgunarsveitum og að efla þurfi aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu. 

Að auki fjöllum við um glæsilegan árangur Laufeyjar á Grammy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi þar sem hún hreppti verðlaun.

Í íþróttapakkanum verður síðan fjallað um vináttuleik sem íslenska karlalandsliðið mun leika við Englendinga á Wembley í sumar og rætt við Söndru Erlingsdóttur handboltakonu sem setefnir á að verða klár fyrir næsta EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×