Enski boltinn

Carragher gagn­rýnir fagnaðarlæti Ødegaards: „Drífðu þig bara inn í klefa“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Ødegaard bregður á leik, eitthvað sem Jamie Carragher hafði ekki húmor fyrir.
Martin Ødegaard bregður á leik, eitthvað sem Jamie Carragher hafði ekki húmor fyrir. getty/Stuart MacFarlane

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af því hvernig Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, fagnaði eftir sigurinn á Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir leikinn brá Ødegaard á leik, fékk myndavélina lánaða frá ljósmyndara Arsenal og tók myndir af honum fagna. Það fannst Carragher ekki fyndið.

„Drífðu þig bara inn í klefa. Þú vannst leikinn, þrjú stig, þú varst frábær. Aftur með í titilbaráttunni, farðu inn í klefa. Mér er alvara,“ sagði Carragher ákveðinn.

Fæstir virðast þó vera sammála Carragher miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum en flestum þótti gamli Liverpool-jaxlinn vera full smámunasamur í þessu tilfelli.

Með sigrinum í gær minnkaði Arsenal forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig.


Tengdar fréttir

„Liverpool var eins og pöbbalið“

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og nú sérfræðingur Sky Sports, sparaði ekki yfirlýsingar sínar þegar hann var að lýsa frammistöðu Liverpool í 3-1 tapi á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×