Ef hval rekur á fjörur manns: Hvar er staður hvalanna í hjörtum Íslendinga? Svava Þorsteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun