Leikur kvöldsins var aldrei spennandi en miðvörðurinn Linda Sembrant kom Bæjurum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Lea Schüller tvöfaldaði forystu heimaliðsins á 19. mínútu og þar með var í raun ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi.
Staðan var 2-0 í hálfleik en þegar tæp klukkustund var liðin skoraði Bayern tvívegis á þremur mínútum og gulltryggði sigurinn. Linda Dallmann skoraði þriðja markið og lagði síðan upp það fjórða á Katharina Naschenweng. Glódís Perla var nálægt því að bæta við fimmta markinu en gestirnir björguðu á línu.
This feeling! #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DYesthF8Tq
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 5, 2024
Lokatölur 4-0 og Bayern komið á toppinn með 30 stig, einu meira en Wolfsburg, að loknum 12 leikjum. Vert er að benda á að liðið hefur ekki enn tapað leik og aðeins fengið á sig fjögur mörk.