Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftar af þessari stærðargráðu séu ekki óalgengir í Mýrdalsjökli og var síðast skjálfti af svipaðri stærð, 3,3 þann 29. ágúst síðastliðinn.
Þá segir ennfremur að líkön sem byggja á GPS gögnum frá 1. febrúar sl. sýni að nú hafa um það bil 6,5 milljón rúmmetrar flætt inn í kvikuhólfið kennt við Svartsengi.
Miðað við þetta mat sé líklegt að kvikumagnið nái svipuðu rúmmáli og fyrir eldgosið 14. janúar á næstu tveimur vikum og jafnvel næstu dögum. Þetta þýðir að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist.