„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Það kveikti í Þóri Þorbjarnarsyni að missa sætið í byrjunarliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki. Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira