„Heimskulegt“ að mati þjálfara Willums Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Willum Þór Willumsson á ferðinni í leiknum gegn Vitesse. Getty/Henny Meijerink Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi. Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar. Hollenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar.
Hollenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira