Í dag fóru sérsveitarmenn í línum inn í Hópið og flettu gervigrasinu ofan af fótboltavelli inni í því til að kanna skemmdirnar nánar. Þar blasti við djúp og breið sprunga.
Að sögn almannavarna liggur umfang hennar ekki fyrir, en það verður kannað betur á næstunni. Vinna við að kortleggja sprungur hefur staðið yfir undanfarið í bænum.
Íbúar og atvinnurekendur fengu að fara inn í Grindavík í dag til þess að bjarga verðmætum. Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en áætlað magn kviku undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess sem talið er að hafi safnast þar saman fyrir síðasta eldgos.
Myndband af sprungunni má sjá hér að neðan:
Í gær fengu fjölmiðlar að fara til Grindavikur undir eftirliti í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þar mátti sjá bæjarfélagið í vetrarbúningi, flutningabíla íbúa á þeytingi með búslóðir og einn bát í höfninni. Vinna við varnargarða stendur enn yfir. Björn Steinbekk tók myndefnið sem má sjá hér að neðan:
Fleiri myndir af sprungunni má sjá hér að neðan.



