Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 17:42 Sprungan í íþróttahúsinu kom í ljós í dag. Kristinn Magnússon Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. Í dag fóru sérsveitarmenn í línum inn í Hópið og flettu gervigrasinu ofan af fótboltavelli inni í því til að kanna skemmdirnar nánar. Þar blasti við djúp og breið sprunga. Að sögn almannavarna liggur umfang hennar ekki fyrir, en það verður kannað betur á næstunni. Vinna við að kortleggja sprungur hefur staðið yfir undanfarið í bænum. Íbúar og atvinnurekendur fengu að fara inn í Grindavík í dag til þess að bjarga verðmætum. Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en áætlað magn kviku undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess sem talið er að hafi safnast þar saman fyrir síðasta eldgos. Myndband af sprungunni má sjá hér að neðan: s Í gær fengu fjölmiðlar að fara til Grindavikur undir eftirliti í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þar mátti sjá bæjarfélagið í vetrarbúningi, flutningabíla íbúa á þeytingi með búslóðir og einn bát í höfninni. Vinna við varnargarða stendur enn yfir. Björn Steinbekk tók myndefnið sem má sjá hér að neðan: Fleiri myndir af sprungunni má sjá hér að neðan. Sprungan var í kjölfarið skoðuð. Kristinn Magnússon Hópið í dag. Kristinn Magnússon Hún virðist vera djúp. Kristinn Magnússon Unnið að því að kanna sprunguna. Kristinn Magnússon Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43 Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í dag fóru sérsveitarmenn í línum inn í Hópið og flettu gervigrasinu ofan af fótboltavelli inni í því til að kanna skemmdirnar nánar. Þar blasti við djúp og breið sprunga. Að sögn almannavarna liggur umfang hennar ekki fyrir, en það verður kannað betur á næstunni. Vinna við að kortleggja sprungur hefur staðið yfir undanfarið í bænum. Íbúar og atvinnurekendur fengu að fara inn í Grindavík í dag til þess að bjarga verðmætum. Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en áætlað magn kviku undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess sem talið er að hafi safnast þar saman fyrir síðasta eldgos. Myndband af sprungunni má sjá hér að neðan: s Í gær fengu fjölmiðlar að fara til Grindavikur undir eftirliti í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þar mátti sjá bæjarfélagið í vetrarbúningi, flutningabíla íbúa á þeytingi með búslóðir og einn bát í höfninni. Vinna við varnargarða stendur enn yfir. Björn Steinbekk tók myndefnið sem má sjá hér að neðan: Fleiri myndir af sprungunni má sjá hér að neðan. Sprungan var í kjölfarið skoðuð. Kristinn Magnússon Hópið í dag. Kristinn Magnússon Hún virðist vera djúp. Kristinn Magnússon Unnið að því að kanna sprunguna. Kristinn Magnússon
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43 Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17