Verkefnin sem keppa um Gulleggið í ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 18:42 Verkefnin tíu sem keppa um Gulleggið í ár voru kynnt á dögunum. KLAK Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. Gulleggið er eitt af flaggskipum félagsins KLAK - Icelandic Startups, sem er í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Félagið gegnir því hlutverki að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Controlant, PayAnalytics, Pink Iceland, Atmonia og Taktikal eru meðal þeirra fyrirtækja sem notið hafa velgengni hafa eftir þátttöku í Gullegginu. Teymin sem etja munu kappi um Gulleggið eru eftirfarandi. Explore Iceland - tour guide „Leiðsögumaðurinn í bílinn.“ FairGame „FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir. Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur ! FairGame appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.“ Flöff - textílvinnslan „Þróa nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textílúrgang hjá fyrirtækjum, til dæmis starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.“ JarðarGreining „JarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónartækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður upp á fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.“ Memm.Care „Umönnun heilabilunarsjúklinga með aðstoð gervigreindar. Hundrað gleðiríkir dagar, að bæta lífsgæði sjúklinga.“ Sea Growth „Hugmyndin er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktað upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.“ Snatalabb „App sem aðstoðar gæludýraeigendur og viðurkennda gæludýra- að skiptast á þjónustu og skapa öruggt og heilbrigt atvinnuumhverfi á Íslandi til samkeppni á heimsmarkaði. Hugmyndin er byggð á Uber/Airbnb líkani, sem stofnar vettvang með mikla möguleika á að hafa áhrif á samfélög.“ Thorexa „Thorexa mun byggja upp tölvupóstsvar við þeim póstum sem berast út frá fyrri póstum og gögnum fyrirtækisins. Þetta mun stytta skriftíma starfsmanna og líkir eftir þeirra skrifstíl. Sama lausn getur svo svarað póstum sjálfvirkt til annarra starfsmanna fyrirtækisins ef starfsmaður hættir svo vitneskja hans glatist ekki í gagnaóreiðunni.“ Ullarkögglar „Bætum verðmæti við lággæða ull bænda og auðgum jarðveginn okkar með lífrænum ullarkögglaáburði.“ Vegskáli „Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.“ Nýsköpun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gulleggið er eitt af flaggskipum félagsins KLAK - Icelandic Startups, sem er í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Félagið gegnir því hlutverki að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Controlant, PayAnalytics, Pink Iceland, Atmonia og Taktikal eru meðal þeirra fyrirtækja sem notið hafa velgengni hafa eftir þátttöku í Gullegginu. Teymin sem etja munu kappi um Gulleggið eru eftirfarandi. Explore Iceland - tour guide „Leiðsögumaðurinn í bílinn.“ FairGame „FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir. Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur ! FairGame appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.“ Flöff - textílvinnslan „Þróa nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textílúrgang hjá fyrirtækjum, til dæmis starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.“ JarðarGreining „JarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónartækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður upp á fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.“ Memm.Care „Umönnun heilabilunarsjúklinga með aðstoð gervigreindar. Hundrað gleðiríkir dagar, að bæta lífsgæði sjúklinga.“ Sea Growth „Hugmyndin er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktað upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.“ Snatalabb „App sem aðstoðar gæludýraeigendur og viðurkennda gæludýra- að skiptast á þjónustu og skapa öruggt og heilbrigt atvinnuumhverfi á Íslandi til samkeppni á heimsmarkaði. Hugmyndin er byggð á Uber/Airbnb líkani, sem stofnar vettvang með mikla möguleika á að hafa áhrif á samfélög.“ Thorexa „Thorexa mun byggja upp tölvupóstsvar við þeim póstum sem berast út frá fyrri póstum og gögnum fyrirtækisins. Þetta mun stytta skriftíma starfsmanna og líkir eftir þeirra skrifstíl. Sama lausn getur svo svarað póstum sjálfvirkt til annarra starfsmanna fyrirtækisins ef starfsmaður hættir svo vitneskja hans glatist ekki í gagnaóreiðunni.“ Ullarkögglar „Bætum verðmæti við lággæða ull bænda og auðgum jarðveginn okkar með lífrænum ullarkögglaáburði.“ Vegskáli „Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.“
Nýsköpun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira