Innlent

Eggjum grýtt og ung­lingar hand­teknir á Austur­velli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag.
Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna.

Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð.

Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? 

„Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“

Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Eggjum kastað í þinghúsið

Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×