Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 22:48 Ljóst er að fleiri en Skagfirðingasveitin hafa orðið fyrir barðinu á svikahreppum Sportbáta. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56