Erlent

Um­fangs­miklar loft­á­rásir á borgir Úkraínu í morguns­árið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Loftvarnaflautur fóru í gang í morgun um alla Úkraínu og varað við yfirvofandi árásum.
Loftvarnaflautur fóru í gang í morgun um alla Úkraínu og varað við yfirvofandi árásum. epa/Antonio Cotrim

Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 

Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, fóru loftvarnakerfi landsins í gang en einhverjar skemmdir hefðu orðið á raforkuinnviðum í höfuðborginni. Þá væru viðbragðsaðilar að sinna einstaklingi sem hefði særst.

Oleksandr Sienkevych, borgarstjóri Mykolaiv, sagði að minnsta kosti 20 íbúðabyggingar hafa skemmst í loftárásunum í morgun og að einhverjar tilkynningar hefðu borist um særða. Unnið væri að því að meta skemmdir á orkuinnviðum.

Þá virðast einhverjar skemmdir hafa orðið á innviðum í Kharkív.

Tilkynningar bárust einnig um loftárásir í Lviv og Nikolaev.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×